Rakel Rún
Photographer
Um mig
Rakel Rún Garðarsdóttir heiti ég og er ljósmyndari fædd og uppalin á Hvammstanga, búsett í Reykjavík.
Reyni að fylgja ástríðu minni og gera það sem ég hef gaman af, fanga góðar myndir í íslenskri náttúru og í kringum mig.
Ég lauk ljósmyndaprófi frá Tækniskólanum í Reykjavík vorið 2020 og sveinsprófi 2022.
Ljósmyndastíll og hugsanir
Mér finnst list vera rétta lýsingin á ljósmyndastílnum mínum þegar kemur að náttúru og landslagi. Minimal og abstrakt list er ein af mínum uppáhalds. Kannski tengist það svolítið minimal lífstílnum mínum.
Listljósmyndun snýst að mínu mati mest um þá tilfinningu sem ljósmyndarinn hefur fangað, og hvaða tilfinningu það gefur áhorfandanum.
Myndatökur og verkefni
Allar myndirnar mínar eru til prentunar þó þær séu aðeins fáar í prentversluninni minni. Ég tek að mér allskyns verkefni t.d. viðburði, vörumyndatökur, portrait og fleira. Þar á meðal er ég freelance fyrir tímaritin "Gestgjafinn", "Hús&Híbýli" og "Vikan".
Á persónulegu nótunum
Ég ólst upp á Hvammstanga og veit fátt betra en að vera úti í náttúrinni með myndavélina í góðum félagsskap. Áhugi minn á ljósmyndun kviknaði mjög snemma og ég hafði alltaf haft hug á því að læra meira um ljósmyndun. Ég hlustaði hinsvegar alltaf á humhverfi mitt um að háskólamenntun væri praktískari leið en eftir að hafa farið tvisvar í háskólann og ekki fundið mig þar ákvað ég að fara í nám í ljósmyndun í Tækniskólanum. Nánast öll mín skapandi hugsun verður til á meðan ég nýt þess að vera í íslenskri náttúru. Ég hef hinsvegar mikinn áhuga á flest öllu sem viðkemur ljósmyndun og elti þessa sælutilfinningu sem ég fæ við að taka góða mynd.